BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslitaleikur BOSE Bikarsins 2021: Breiðablik - Víkingur

08.12.2021 image

Fyrirkomulag BOSE Bikarsins 2021.

A Riðill:
- Breiðablik
- KR
- Stjarnan

B Riðill:
- FH
- Valur
- Víkingur R.

Laugardagurinn 20. nóvember 2021:
Breiðablik 5 – KR 1 kl.13.00 (Kópavogsvöllur) A riðill. 
FH 3 – Valur1 kl.11.00 (Skessan) B riðill.

Laugardagurinn 27. nóvember 2021:
Stjarnan 2 – KR 1 kl.13.00 (Samsungvöllur) A riðill.
Víkingur 2 – Valur 1 kl.13.00 (Víkingsvöllur) B riðill.

Laugardagurinn 4.desember 2021:
Breiðablik 3 - Stjarnan 2 kl.13.00 (Kópavogsvöllur) A riðill
Víkingur 3 – FH 1 kl.14.00 (Víkingsvöllur) B riðill

Föstudagur 10. desember kl.19:00!:
- Leikur um 1. – 2. sæti - Sigurvegari úr A riðli (Breiðablik) mætir sigurliðinu úr B riðli (Víkingur R.) í úrslitaleik. Kópavogsvöllur kl.19:00!

Laugardagurinn 11.desember:
- Leikur um 3. – 4. sæti - Lið í 2 sæti A og B riðils mætast
- Leikur um 5. – 6. sæti - Lið í 3ja sæti A og B riðils mætast

BOSE Bikarinn í 10 ár

Tíu ár eru síðan BOSE Bikarinn hóf göngu sína sem æfingamót - spilað í nóvember og desember.

Árið 2012. Fjölnir, Fylkir, Valur og Þróttur tóku þátt í fyrsta mótinu árið 2012. BOSE Meistari: Fylkir

Árið 2013. Breiðablik tók fyrst þátt í mótinu 2013. Önnurð lið það ár: KR, Fylkir og Fjölnir. BOSE Meistari: KR

Árið 2014. Þáttökulið: Stjarnan, KR, Víkingur R. og Fjölnir. BOSE Meistari: Víkingur R.

Árið 2015. Liðum fjölgað í 6. Sigurvegarar riðlanna spila til úrslita, liðin í 2. sæti spila um 3. sætið og liðin í 3 sæti spila um 5. sætið. Liðin: Víkingur R., Fjölnir, Stjarnan, FH, KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Stjarnan

Árið 2016. Dregið í riðla í höfuðstöðvum Nýherja. Liðin: FH, KR, Stjarnan, Fjölnir, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Fjölnir

Árið  2017. LIðin sem tóku þátt: FH, Fjölnir, KR, Stjarnan, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Breiðablik

Árið 2018. HK tók þátt í fyrsta sinn. Liðin eru: FH, HK, KR, Víkingur R., Stjarnan og Breiðablik. BOSE Meistari: KR

Árið 2019. Átta lið tóku þátt. Og BOSE Bikar kvenna kynnt í fysta sinn með þátttöku Vals, FH, Keflavík og KR. Hjá körlunum bætust Valur og KA í hópinn. Liðin átta 2019: KA, Stjarnan, Valur, FH, Grótta, Víkingur R., KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Valur

Árið 2020 er ár COVID-19

Árið 2021. Sex lið eru skráð til leiks: KR, Stjarnan, FH, Valur, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari 2021: ?

image

Breiðablik - Víkingur R.

Bæði lið hafa unnið mótið. einu sinni. Víkingur árið 2014 og Breiðablik árið 2017. Innbyrðis leikir Breiðabliks og Reykjavíkur Víkinga í BOSE Bikarnum eru nokkrir.

2017

Fáheyrðir yfirburðir - Blikar unnu ótrúlega stóran sigur á Víkingum 8:1 í fyrsta leiknum á Bose-mótinu í knattspyrnu. Það var einungis fyrstu mínúturnar sem jafnræði var með liðunum. Eftir að Gísli Eyjólfsson kom okkur yfir með góðu marki á 18. mínútu eftir varnarmistök þeirra röndóttu þá stóð eiginlega ekki steinn yfir steini hjá Fossvogsliðinu. Myndaveisla í boði Fóbolta.net

Öll mörkin úr leiknum. Mark Kolbeins Þórðarsonar í leiknum beint úr aukaspyrnu var einkar glæsilegt:

2016

Aukspyrnumark varð Blikum að falli gegn Víkingum - Víkingar lögðu Blika í Bose-mótinu í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld. Víkingar skoruðu sigurmarkið í 33. mínútu í  fyrri hálfleik beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á varnarmann Blika fyrir litlar sakir. Myndaveisla í boði Fótbolta.net og BOSE

Markið:

2015

Tilþrifalaust jafntefli gegn Víkingum - Okkar piltum mistókst að skora gegn Víkingum í BOSE mótinu þrátt fyrir að vera með Eið Smára innanborðs síðari hluta leiksins. Sem betur tókst gestunum ekki heldur að skoða þannig að leiknum lauk með markalausu jafntefli. Myndaveisla: Eiður Smári lék með Blikum.

Dagskrá

Leikurinn verður flautaður á morgun, föstudag 10. desember kl.19:00!

Leikið verður á Kópavogsvelli.

Veðurspáin er góð. Heiðskírt (flóðljós). Hitastig við frostmark.

Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV. Smella hér.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Ónefndur stuðningsmaður Blika til margra ára málaði þessa Breiðablik – Víkingur mynd fyrir blikar.is og var snöggur að því

Til baka