BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikavélin mallar áfram

07.07.2021 image

Blikar unnu góðan sigur á Leiknispiltum úr Breiðholtinu 4:0 á Kópavogsvellinum á laugardag. Stolt Breiðholtsins veitti reyndar góða mótspyrnu í fyrri hálfleik en eftir annað markið þá var sigurinn vís.

Það voru þeir Kristinn Steindórsson, Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson með tvö mörk sem söktu Leiknispiltunum.  Þetta var þriðji sigurleikur Blika í röð og við farnir að narta duglega í hælana á Valsmönnum á toppnum.

Byrjunarlið Breiðbliks:

image

Laugardagar hafa aldrei verið taldir góðir dagar upp á mætingu á völlinn að gera. Þrátt fyrir rjómablíðu í Kópavoginum þá mættu því miður ekki mjög margir á völlinn. Það er reyndar í takt við frekar slaka mætingu á völlinn í sumar.

Nú þegar meirihluti fullorðinna landsmanna er orðinn fullbólusettur þá hlýtur mæting á leiki að glæðast.  Einnig lýkur EM fljótlega og reynsla síðustu áratuga er að mæting  á völlinn dalar þegar stórkeppnir eru í sjónvarpinu.

Mörkin fjögur í boði Visir.is: 

Greining Bjarka Más Ólafssonar á þriðja marki Blika - Frábærlega útfært

Þorleifur Úlfarsson kom inn á 71. mín fyrir Thomas Mikkelsen. Þetta var fyrsti deildaleikur Þorleifs með Breiðabliki en hann var á lanssamningi hjá Víkingi Ó fyrrihluta sumars. 
 

image

Þorleifur Úlfarsson

Þessi stórsigur Blikaliðsins er gott vegarnesti fyrir næsta leik Blikaliðsins sem er Evrópuleikur gegn Racing F.C. frá Lúxemborg á útivelli. Við erum á góðri siglingu en lúxemborgiska deildin er á vetrartíma og því er keppnistímabilið ekki enn hafið.

Hins vegar má vanmeta þetta lúxemborgíska lið þvi leikmennirnir koma frá ýmsum þjóðlöndum og lið frá þessu litla landi hafa náð alla leið inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. En við Blikar höfum fulla trú á okkar piltum og sendum þeim baráttukveðjur yfir hafið.

-AP

Umfjallanir netmiðla

Myndaveisla í boði BikarTV

image

Til baka