BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik komið í undanúrslit eftir sigur á Keflavík

18.04.2012

Sjá umfjöllun um leikinn á 433.is hér

Sjá umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net hér

Sjá mörkin og atvik úr leiknum á SportTV.is hér

Eftir sigur á Keflavík í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins er Breiðabliksliðið er komið á kunnuglegar slóðir í Deildarbikarkeppni KSÍ (Lengjubikarnum) því í sjöunda sinn frá því að Deildarbikarinn hóf göngu sína árið 2001 eru Blikar í úrslitakeppninni. Árið 2001 eru það 8 liða úrslit, árin 2002 og 2005 undanúrslit, og síðan að Ólafur H. Kristjánsson tók við liðinu um mitt ár 2006 má segja að Breiðabliksliðið sé áskrifandi á úrslitakeppnina því árið 2007 eru Blikar í 8 liða úrslitum, árið 2008 í undanúrslitum og í úrslitum bæði 2009 og 2010.

Það kemur svo í ljós á sumardaginn fyrsta hvort það verða KR-ingar eða FH-ingar a lið við fáum í undanúrslitum á mánudagsköld. Skiptir svo sem ekki máli hvort liðið það verður – þurfum bara að vinna næsta leik til að komast í 3 úrslitaleikinn á 4 árum.

Gleðilegt Sumar og Áfram Breiðablik !

Til baka