BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar unnu bikar

15.02.2012

Andri Yeoman skoraði fyrsta markið fyrir Blika eftir upphlaup frá miðum eigin vallarhelmingi. Varnarmenn Stjörnunnar sóttu fast að Andra en honum tókst að standast atlögur þeirra og lék að lokum á markmann Störnunnar og skoraði.

Annað mark Blika skoraði Stefán Pálsson eftir góða fyrirgjöf frá Elvari Árna Aðalsteinssyni. Elvar Árni hafði náð að leika boltanum inní vítateig Stjörnunnar og lék þar á tvo varnarmenn Stjörnunnar og náði að koma boltanum til Stefáns sem skaut föstu skoti í vinstra markhorn Stjörnunnar. Stjarnan náði síðan að jafna leikinn með tveimur mörkum frá Tryggva Sveini Bjarnasyni.

Sigurmarkið skoraði síðan Guðmundur Kristjánsson með föstu skoti eftir stutta aukaspyrnu Jökuls Elísabetarsonar, frábær duett hjá þeim félögum og glæsilegt mark hjá landsliðsmanninum okkar. Blikar léku vel í kvöld og áttu oft á tíðum skemmtilegt samspil sem skapaði hættu við mark andstæðinganna.

Nánar um leikinn á Fótbolti.net

Áfram Breiðablik!

Til baka