BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar að skora í landsleikjum

06.09.2015

Leikmenn Blika eru á skotskónum í landsleikjum þessa dagana.

Blikinn, og fyrirliði U-21 liðs Íslands, Oliver Sigurjónsson var frábær í landsleiknum gegn Frökkum á Kópavogsvelli í gær.  Oliver var maður leiksins að okkar mati enda lék Olvier mjög vel á og skoraði 2 mörk í 3-2 sigri Íslands á Frökkum.

Höskuldur Gunnlaugsson lék allan leikinn og stóð sig mjög vel. Höskuldur var nærri því að skora í fyrri hálfleik. Á 84. mínútu var hann tekinn niður í upplögðu marktækifæri og önnur vítasyrna dæmd á Frakka. Smella hér til að sjá mörkin úr U-21 leiknum.

Jonathan Glenn skoraði fyrir Trínidad og Tóbagó í leik Mexíkó í leik á fimmtudagskvöldið. Smella hér til að sjá mörkin úr þeim leik.

Og nú er bara að sjá hvort leikmenn Blika setji mark sitt á leikinn gegn Kasakstan í kvöld.

Áfram Ísland! – Áfram Breiðablik!

Til baka