BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar selja Hendrickx til Belgíu

06.06.2019

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá belgíska 1.deildarliðinu Lommel í bakvörðinn okkar Jonathan Hendrickx. Johnathan mun yfirgefa Breiðablik í félagaskiptaglugganum í júlí.

Jonathan er mikill fagmaður og hefur verið mjög öflugur í Blikaliðinu í þeim 48 mótsleikjum sem hann hefur spilað fyrir Breiðabik til þessa frá því að hann kom til okkar fyrir keppnistímabilið 2018. Við ætlum ekki að kveðja Jonathan alveg strax þar sem hann á eftir að sýna snilli sína í næstu leikjum.

Tíðindamaður blikar.is veltir fyrir sér hvort Blikar munu sækja sér styrkingu í júlí-glugganum en leikmannahópur Breiðabliks er mjög breiður og sterkur og margir snjallir leikmenn hafa þurft að verma bekkinn undanfarið.

 

Foot: Jonathan Hendrickx signe à Lommel


Til baka