BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar og Glenn slíta samstarfinu

28.12.2016

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Jonathan Glenn hafa náð samkomulagi um að nú skilji leiðir.

Glenn kom til Blika um mitt tímabil 2015 frá ÍBV og stóð sig mjög vel það árið. Hann skoraði þá átta mörk í níu leikjum í Pepsí-deildinni.

Í lok ársins skrifaði síðan Glenn undir tveggja ára samning við deildina.

En það gekk ekki eins vel síðasta sumar og skoraði hann bara eitt mark í bikarkeppninni en ekkert í deild.

Glenn hefur verið að leita fyrir sér með samning erlendis og mun hann að öllum líkindum leika í Bandaríkjunum á komandi ári.

Blikar þakka Glenn fyrir samstarfið og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Til baka