BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar mæta í Krikann í kvöld

21.06.2015

Leikurinn við FH í Krikanum í kvöld er þriðja viðureig liðanna í opinberri keppni á þessu ári. Liðin áttust við í Fótbolta.net og Lengjubikarnum. Blikar unnu báða leikina nokkuð sannfærandi.

En það fer lítið fyrir efstu deildar sigrum Blika á FH eftir að Breiðablik endurheimti sæti í efstu deild árið 2006. Í 18 leikjum frá 2006 sigra FH-ingar 10 leiki, Blikar 3 leiki og 5 jafnteflisleikir. Liðin hafa mæst 40 sinnum í efstu deild frá upphafi. Tölfræðin er nokkuð jöfn. FH er með 17 sigra, Blikar 15 sigra og jafnteflin eru 8.

Það er alltaf gott veður þegar við Blikar mætum í Krikann og það verður engin breyting á því í dag og kvöld.

Margir leikir liðanna hafa verið miklir markaleikir og hin besta skemtun í orðsins fyllstu merkingu. Úrslit eins og 2-4, 3-0, tveir 4-1 leikir, 2-3 og svo hinn magnaði 4-3 sigur í Kópavoginum árið 2007.

Þrír leikmenn Blika í þeim leik munu koma við sögu í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn okkar Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Arnar Grétarsson þjálfari og Guðmann Þórisson sem lék áður með Blikum þ.m.t. í leikun 2007. Kristinn Jónsson sem var að stíga sín fyrstu skref með meistarflokki árið 2007, þá 17 ára gamall, var í leikmannahópi Breiðabliks. 

En sjón er sögu ríkari.

Áfram Breiðablik!

Til baka