BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar komnir í úrslit BOSE bikarsins 2021

05.12.2021 image

Blikar eru komnir í úrslit BOSE bikarsins 2021 eftir 3:2 sigur á Stjörnunni nágrönnum okkar úr Garðabæ. Leikurinn var nokkuð fjörugur á köldum og hálum Kópavogsvellinum. En fallegt mark frá Gísla Eyjólfssyni og tvo stykki frá Kidda Steindórs í fyrri háfleik tryggðu okkur sæti í úrslitaleiknum gegn Víkingum á Kópavogsvelli laugardaginn 11. desember kl.13:00.

Byrjunarliðið og skiptingar: Anton Ari (Brynjar Atli 45), Finnur Orri (Arnar Daníel 75), Damir (Ýmir 75), Elfar Freyr (Viktor Örn 45), Davíð I, Oliver (Ísak Snær 60), Andri Rafn (Dagur Dan 45), Anton Logi (Ásgeir Galdur 75), Sölvi Snær (Benedikt 60), Kristinn, Gísli.

Stjarnan byrjaði fyrri hálfleikinn betur og áttu meðal annars mjög gott færi snemma í hálfleiknum sem Anton Ari varði frábærlega. Smám saman komust okkar menn betur inn í leikinn. Sölvi Snær Guðbjargarson átti snilldarsprett upp kantinn og sendi knöttinn fyrir þar sem Gísli kláraði færið mjög vel. Okkar menn slökuðu aðeins á eftir þetta og létu gestina jafna leikinn. En svo komu tvö klassísk Kidda Steindórs mörk og okkar menn leiddu í leikhléi 3:1.Í þriðja marki Blika er vert að geta frábærs undirbúnings Antons Loga og Davíðs Ingvars. Ótrúlegur slúttari Kristinn Steindórsson!

Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur. Spilið gekk ekki jafn vel og í fyrri hálfeik og vorum við ekki alveg jafn ákveðnir upp við vítateig andstæðinganna. En þrátt fyrir að þeir bláklæddu næðu að skora eitt mark dugði forystan frá því í fyrri hálfleik til að klára leikinn.

Myndaveisla Fótbolta.net: Breiðablik vann Stjörnuna í BOSE-bikarnum

image

Það var ánægjulegt að sjá Elvar Frey aftur í Blikabúningnum eftir langan tíma á meiðslalistanum. Anton Logi Lúðvígsson átti prýðisleik á miðjunni og svo var Sölvi Snær kraftmikill framan af leik.

Það vakti athygli að Ísak Snær Þorvaldsson spilaði í seinni hálfleik í græna búningnum. Einnig fengu nokkrir ungir og efnilegir Blika að spreyta sig.

Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson, Jason Daði Svanþórsson og Árni Vilhjálmsson hvíldu hins vegar í dag. Hópurinn er því stór og öflugur og lofar góðu fyrir framhaldið.

-AP

Mörkin úr leiknum í boði Blikar TV:

Til baka