BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar BOSE meistarar 2021

10.12.2021 image

Blikar sýndu það og sönnuðu að þeir eru besta lið landsins með því að leggja Íslands- og bikarmeistara Víkings að velli 5:1 í úrslitum BOSE bikarsins 2021. Leikurinn var fjörugur og sýndu bæði lið skemmtilega takta. En sigur þeirra grænklæddu var öruggur. Þetta er í annað sinn sem Breiaðblik vinnur mótið, en 10 ár eru síðan BOSE Bikarinn hóf göngu sína sem æfingamót - spilað í nóvember og desember.

Byrjunarlið Blika og skiptingar: Anton Ari Einarsson, Finnur Orri Margeirsson (Ásgeir Galdur Guðmundsson 70), Damir Munimovic (Elfar Freyr Helgason 70), Viktor Örn Margeirsson (Ýmir Halldórsson 85), Davíð Ingvarsson (Arnar Númi Gíslason 85), Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Dagur Dan Þórhallsson, Andri Rafn Yeoman (Anton Logi Lúðvíksson 65), Kristinn Steindórsson (Benedikt Warén 60), Gísli Eyjólfsson (Viktor Andri Pétursson 85).

Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleik með frábæru marki. Það eru ekki margir leikmenn í íslensku deildinni sem hefðu skorað á þennan hátt. Gísli Eyjólfsson jók síðan forystuna með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir brot á honum sjálfum.

Gestirnir hresstust nokkuð í undir lok fyrri hálfleiks og pressuðu nokkuð á heimaliðið. Það skilaði vítaspyrnu og staðan 2:1 í hálfleik. Blikar tóku svo öll völd á vellinum. Höskuldur Gunnlaugsson bætti við þriðja markinu, Anton Logi skoraði síðan nett mark og skömmu fyrir leikslok kláraði Benedikt Warén leikinn

Mörk og atvik úr leiknum í boði BlikarTV:

Sæbjörn Þór Þórbergsson hjá Fótbolta.net tók viðtal við  Anton Ara: Engin óskastaða ef maður er búinn að trúðast eitthvað

Eins og fyrri leikjunum á Bose mótinu fengu margir ungir og efnilegir leikmenn að spreyta sig. Anton Logi skoraði meðal annars ágætt mark og Ásgeir Galdur átti frábæra sendingu sem Benedikt Warén nýtti vel og skoraði fimmta og síðasta markið.

Blikar spiluðu ekki með neinn hefðbundinn senter í leiknum líkt og þeir gerðu með mjög góðum árangri gegn Víkingum í seinni umferðinni í Pepsí-deildinni síðasta sumar. Þessi fljótandi fótbolti skilaði líka góðum árangri í þessum leik og er gaman að fara inn í jólaundirbúninginn með svona öruggan sigur og titil í þokkabót!

-AP

Óskar Hrafn spjallaði við Arnar Laufdal Arnarsson hjá Fótbolta.net eftir leik. 

image

Til baka