BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Bestu Blikarnir

21.10.2014

Meistara- og 2. flokkar karla og kvenna héldu uppskeruhátíð laugardaginn 18. októberber síðastliðinn.  Góð stemmning var á skemmtunina sem Heiðar Heiðarsson leiddi af alkunnri snilld. Lalli töframaður sló alveg í gegn og maturinn sem Atli Sigurðsson framreiddi var mjög góður.

En hápunktur kvöldsins var þegar tilkynnt var um bestu leikmenn þessara flokka. Í meistaraflokki kvenna ar Fanndís Friðriksdóttir valinn best og Árni Vilhjálmsson í meistaraflokki karla.  Efnilegust voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Höskuldur Gunnlaugsson. Leikmenn leikmannanna voru valin Halla Margrét Hinriksdóttir og Guðjón Pétur Lýðsson.

Í 2. flokki kvenna var Agla María Albertsdóttir valin best, Sunna Baldvinsdóttir hafði sýnt mestar framfarir og María Mjöll Björnsdóttir var leikmaður leikmannanna. Í 2. Flokki karla var Bjarki Þór Hilmarsson valinn bestur, Arnór Gauti Ragnarsson þótti hafa sýnt mestar framfarir og Hjálmar Diego var kosinn leikmaður leikmannanna.

Til baka