BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2023: Stjarnan – Breiðablik

04.05.2023 image

Stjarnan – Breiðablik

Næsti leikur okkar manna í Bestu deild karla er gegn Stjörnumönnum á þeirra heimavelli í Garðabæ.

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Miðasala á Stubbur.

Minnum líka á miðasölu árskorta

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Staðan í Bestu deild karla eftir 4 umferðir:

image

Sagan & tölfræði

Keppnisleikir Breiðabliks og Stjörnunnar í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1970 eru 68. Blikar leiða með 31 sigra gegn 26 – jafnteflin eru 11.

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu, fyrst árið 1991, eru 36.  Staðan er Blikum í vil með 19 sigrra gegn 10 - jafnteflin eru 7.  Markaskorun í leikjunum 36 er: Breiðablik 72 Stjarnan 50.

Síðusu 5 leikir í efstu gegn Stjörnunni í Garðabæ (leikur 2020 féll niður vegna Covid-19):

Leikmannahópurinn

Ágúst Gylfason, aðalþjálfari Stjörnunar, var þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki árin 2018 og 2019. Fyrrverandi leikmaður Blika - og núverandi aðstoðarþjálfari Stjörnuliðsins - Jökull Ingason Elísarbetarson sem hefur leikið í grænu Breiðablikstreyjunni. Jökull lék 116 mótsleiki með Blikum á árunum 2010-2013. Jökull varð Íslandsmeistari með Blikaliðinu 2010. Uppalinn Bliki, Guðmundur Kristjánson, leikur nú með Stjörnunni. Guðmundur spilaði 136 mótsleiki og skoraði 36 mörk með Breiðabliki á árunum 2006-2012 og var sterkur póstur í Bikarmeistaraliði Breiðabliks 2009 og Íslandsmeistaraliðinu 2010. Og Sindri Þór Ingimarsson er uppalinn hjá Breiðabliki. 

Í þjálfarateymi Breiðabliks er það Eyjólfur Héðinsson sem leikið hefur með Stjörnumönnum en hann á 126 leiki að baki með Garðabæjarliðinu á árunum 2016 – 2021.

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika milli ára.

Komnir: Alex Freyr Elísson frá Fram - Arnór Sveinn Aðalsteinsson kominn heim frá KR - Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val) - Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö - Eyþór Aron Wöhler frá ÍA - Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík - Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA) - Patrik Johannesen frá Keflavík og Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni).

Farnir: Dagur Dan Þórhallsson til Orlando - Elfar Freyr Helgason í Val - Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg - Mikkel Qvist - Pétur Theódór Árnason á láni til Gróttu - Sölvi Snær Guðbjargarson í frí - Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls) - Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni) - Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu.  Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki 5.umferðar kemur af mikilli Breiðabliksfjölskyldu. Hún er Breiðhyltingur að upplagi en byrjaði ung að stunda æfingar hjá Breiðabliki. SpáBlikinn á að baki langan og farsælan feril í grænum treyjum. Á 15 árum frá 2004 til 2019 spilaði blikinn 230 mótsleiki í Bliaktreyjunni og skoraði 47 mörk. Árið 2019 lék hún 21 leik í grænu Augnablikstreyjunni og skoraði 1 mark. Leikmaðurinn reyndi einnig fyrir sér hjá öðrum liðum: 2014 hjá FH, 9 leikir og 2 mörk og 2015/2016 hjá Fylki, 40 leikir og 5 mörk. Blikinn spilaði einnig með háskólaliði Northeastern í 4 ár þegar hún var í námi í Boston.

SpáBlikinn hefur nú snúið sér að félagsstörfum fyrir Breiðablik og á sæti í meistaraflokksráði kvenna og hefur gert sl. 3 ár. Núna vinnur hún sem deildarstjóri hjá Icepharma. Blikinn er gift blikanum Arnóri Sveini Aðalsteinssyni og eiga þau 2 börn, Alexander Atlas og Hrafney Aþenu. Bæði systkini blikans spila fótbolta. Sindri Snær er leikmaður hjá Keflavík og Selma Sól er fyrrum leikmaður Breiðabliks en spilar núna með Rosenborg í Noregi.

Sandra Sif Magnúsdóttir – Hverning fer leikurinn?

Ég spái því að þessi leikur fari 0-4 fyrir blikum. Það er alltaf erfitt að fara í Garðabæinn að taka 3 stig og hefur það verið erfitt síðustu ár. Ég er sannfærð um að blikarnir verði í stuði á leikdegi og vinni þennan leik sannfærandi. Þeir byrja á því að setja 2 mörk í fyrri hálfleik og það verða Jason og Höskuldur sem setja fyrstu 2 mörkin.  Í seinni hálfleik gera blikarnir svo út um leikinn og setja 2 mörk í viðbót, er ekki viss hver setur þessi tvö.

Hlakka til að sjá þennan leik og sjá blikana taka Stjörnuna sannfærandi.

image

Sandra Sif Magnúsdóttir er SpáBliki 5. umferðar

Dagskrá

Miðasala á Stubbur.

Minnum líka á miðasölu árskorta

Flautað verður til leiks á Samsungvellinum í Garðabæ kl. 19:15!

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Síðasti leikur liðanna í efstu deild var 3:0 sigur okkar manna á Kópavogsvelli í 1. umferð úrslitakeppninnar í fyrra:

Til baka