BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta Deildin 2023: Breiðablik - Fram

26.04.2023 image

Breiðablik - Fram

Blikar skella sér upp í Árbæ á föstudagskvöld til að spila við Fram.

Árskort og Blikaklúbbskort gilda auðvitað enda heimaleikur okkar manna. Allir ná í miðann sinn á Stubbur app

Flautað verður til leiks föstudaginn 28. apríl á Fylkisvelli í Árbæ kl.20:00!

Miðasala er á Stubbur app: Stubbur

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

image

Eins og flestir vita þá er þetta heimaleikur okkur Blika en vegna vinnu við endurnýjun Kópavogsvallar spilum við þennan leik í Árbænum.

image

Stúkan í Árbænum snýr í vestur og því beint á móti kvöldsólinni. Það er því gott ráð að hafa sólgleraugu með í för á heimaleik Blika í þetta sinn! 

Staðan í deildinni eftir 3 umferðir:

image

Sagan & Tölfræði

Keppnisleikir Breiðabliks og Fram í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1961 eru 71. Framarar leiða með 33 sigra gegn 20 og jafnteflin eru 18. Nánar!

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild, fyrst árið 1971, eru 54 leikir. Sagan þar er Fram í vil með 26 sigra gegn 12 og jafnteflin eru 16. Nánar!

Síðusu 5 heimaleikir gegn Fram í efstu deild:

07.06 19:15
2011
Breiðablik
Fram
1:1
1
A-deild | 7. umferð
Kópavogsvöllur | #

Blikahópurinn 2023

Í október 2022 gerðu Breiðablik og Fram með sér samkomulag um að Alex Freyr Elísson verði leikmaður Breiðabliks. Alex Freyr skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik. 

Fyrir keppnistómabilið 2023 söðlaði Adam Örn Arnarson um og leikur nú með Fram. Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson, sem kom til okkar frá Fylki árið 2017, er nú markvörðu Fram. Blikar lánuðu Ólaf til Fram 2019 og stóð hann sig mjög vel þar. Í framhaldinu gerði hann 2 ára samning við félagið. Sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson gerði samning við Breiðablik í október 2018. Hann lék 16 leiki með Blikaliðinu 2019 og skoraði 4 mörk. Breiðablik og Fram komust að samkomulagi um vistaskipti Þóris fyrir keppnistímabilið 2020. Og Óskar Jónsson er uppalinn hjá Breiðabliki. Óskar spilaði 18 mótsleiki með Blikaliðinu frá 2016 til 2019. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika milli ára.

Komnir: Alex Freyr Elísson frá Fram - Arnór Sveinn Aðalsteinsson kominn heim frá KR - Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val) - Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö - Eyþór Aron Wöhler frá ÍA - Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík - Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA) - Patrik Johannesen frá Keflavík og Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni).

Farnir: Dagur Dan Þórhallsson til Orlando - Elfar Freyr Helgason í Val - Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg - Mikkel Qvist - Pétur Theódór Árnason á láni til Gróttu - Sölvi Snær Guðbjargarson í frí - Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls) - Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni) - Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu.  Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki 4. umferðar bjó fyrstu ár ævinnar á Digranesveginum en flutti síðan á Fáskrúðsfjörð og byrjaði að æfa fótbolta með Leikni Fáskrúðsfirði. Árið 1982 lá leiðin síðan aftur í Kópavoginn og hefur hann búið á Kársnesinu síðan. Hann tók virkan þátt í starfi Breiðabliks á meðan börnin stunduðu þar íþróttir. Árið 2012 tók spáblikinn síðan við sem formaður meistaraflokksráðs karla og hefur á sætti í stjórn knattspyrnudeildar eða í meistaraflokksráði síðan.

Bjarni Bergsson – Hverning fer leikurinn?

Í þetta skiptið spilum við í Lautinni, við höfum áður leikið heimaleiki þar með góðum árangri, og það leggst bara ágætlega í mig. Á mínu fyrstu árum í stjórn var uppskeran oft rýr gegn þeim bláklæddu en okkur hefur tekist að snúa þessu okkur í vil á undanförnum árum. Ég er bjartsýnn eins og ævinlega fyrir Fram leiki og reikna með opnum og skemmtilegum leik. Við munum koma af krafti inn í leikinn og setja fljótlega mark, staðan 1-0 fyrir okkar mönnum  í hálfleik.  Við munum síðan loka leiknum með 2 góðum mörkum í seinni hálfleik og vinna góðan 3-0 sigur.

image

Bjarni Bergsson er SpáBlkiki leiksins gegn Fram.

Dagskrá

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Árskort og Blikaklúbbskort gilda auðvitað enda hreimaleikur okkar manna. Allir ná í miðann sinn á Stubbur app

Flautað til leiks föstudagskvöld kl.20:00!

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Síðasti heimaleikur okkar manna gegn Fram varð að 7 marka leik í 4:3 sigri á Kópavogsvelli:

Til baka