BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Benedikt Warén endurnýjar samning

12.03.2022 image

Benedikt V. Warén hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Benedikt eða Benó eins og hann er jafnan kallaður verður 21 árs á árinu.

Hann lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Breiðablik árið 2020. Hann hefur alls leikið 31 leik fyrir meistaraflokk Breiðablik og skorað í þeim 5 mörk.

Benó var á láni hjá Vestra í Lengjudeildinni seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í mögnuðum árangri Vestra þar sem liðið komst meðal annars í undanúrslit Mjólkubikarsina. Alls skoraði Benó 5 mörk í 15 leikjum með Vestra.

Það er mikið fagnaðarefni að Benó sé búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Það verður spennandi að fylgjast með þessum öfluga leikmanni í sumar.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka