BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Barningur í Breiðholtinu!

21.02.2023 image

Blikar lutu í lægra haldið 2:0 gegn kraftmiklum Leiknismönnum í Breiðholtinu í Lengjubikarnum í dag. Okkar drengir náðu sér ekki að strik og því fór sem fór.

Reyndar leyfði dómarinn allt of mikla hörku í leiknum og þurftu nokkrir Blikar að fara af velli vegna meiðsla.  En þetta sýnirsamt  að ekki má vanmeta neinn andstæðing og fara í alla leiki af fullum krafti.

Það borgar sig hins vegar ekki að dvelja lengi við þessi úrslit. Það styttist í æfingaferð til Portúgal og þar fá menn að æfa og spila við toppaðstæður. Þá verður aftur gaman að spila fótbolta!

-AP

Til baka