BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

AZ Alkmar býður ungum Blikum út til æfinga

04.04.2012

Hollenska atvinnumannafélagið AZ Aalkmar hefur boðið þremur Blikum til æfinga yfir Páskana. Um er að ræða Alexander Helga Sigurðarson, Viktor Karl Einarsson og Matthías Garðarsson. Alexander er fæddur 1996 en Viktor og Matthías 1997, en þeir eru allir leikmenn 3. Flokks karla. Yfirmaður unglingaakademíu AZ var staddur á landinu fyrir nokkrum vikum og sá drengina spila og æfa. Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir drengina til að víkka sjóndeildarhringinn og næla sér í dýrmæta reynslu.

Áfram Breiðablik!

Til baka