BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Atli kveður Blika

12.04.2017

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Atli Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks hafa komist að samkomulagi um að binda enda á leikmannasamning Atla við deildina. Atli sem er 25 ára uppalinn Þórsari kom til Breiðabliks frá KR árið 2015.

Hann á að baki 49 leiki með okkur Blikum og skoraði átta mörk fyrir félagið. Ekki er ljóst hvað Atli tekur sér fyrir hendur en það er þó næsta víst að mörg félög munu falast eftir kröftum þessa snjalla Akureyrings.

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Atla fyrir gott samstarf og góð kynni og óskar honum hins besta í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Atli vill jafnframt þakka Breiðabliki fyrir sinn tíma hjá félaginu og óskar liðinu alls hins besta í ár og á komandi árum.

Til baka