BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Atli Hrafn Andrason til Breiðabliks

11.08.2020 image

Breiðablik hefur keypt miðjumanninn Atla Hrafn Andrason af Víkingi Reykjavík.

Atli Hrafn Andrason hefur skrifað undir langtímasamning við Breiðablik.

Atli Hrafn, sem er kant- og miðjumaður, er uppalinn hjá KR en árið 2017 gekk hann í raðir Fulham. Hann gekk svo í raðir Víkings árið 2018 en hann skoraði fimm mörk í 51 mótsleik fyrir félagið. Atli Hrafn á jafnframt að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.

"Við fögnum komu Atla Hrafns í félagið. Hann er ungur og öflugur leikmaður sem við teljum að styrki hópinn mikið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari meistaraflokks karla.

Velkominn í Kópavoginn Atli Hrafn!

Til baka