BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron Snær lánaður tímabundið í Tindastól-æfingaleikur við Hauka í kvöld

20.04.2016

Markvörðurinn efnilegi Aron Snær Friðriksson hefur verið lánaður tímabundið í Tindastól. Sauðkrækingar eiga von á bandarískum markverði og mun Aron spila með Norðlendingunum í a.m.k mánuð.  Aron Snær sem er á 19 ári hefur verið í leikmannahópi meistaraflokksins í vetur og spilaði m.a. sigurleikinn gegn BÍ/Bolungarvík í vetur. Hann hefur einnig átt sæti í U-19 ára landsliði Íslands.  Þetta verður góð reynsla fyrir Aron Snær sem kemur örugglega tvíefldur til baka eftir dvölina fyrir norðan.

Við minnum líka á leikinn gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld kl.19.15. Þar sem þetta er æfingaleikur þá getur Addi þjálfari teflt fram sínu sterkasta liði.  Við hvetjum þá sem vettlingi geta valdið að mæta í Hafnarfjörðinn í kvöld.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka