BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron Kári skrifar undir samning við Blika

21.11.2016

Aron Kári Aðalsteinsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Aron Kári sem er 17 ára gamall var einn af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði 2. flokks Breiðabliks í sumar.

Hann er fljótur og ákveðinn miðju- og varnarmaður.

Aron Kári hefur leikið 4 leiki með U-16 ára og 11 leiki með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu.

Blikar  fagna þessum samningi og hvetja knattspyrnuáhugamenn að leggja nafn Arons Kára á minnið því þetta er leikmaður sem á eftir að láta að sér kveða á komandi árum.

Til baka