BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron Kári leikur með Fram í sumar

19.05.2020 image

Breiðablik hefur lánað leikmanninn Aron Kára Aðalsteinsson til 1. deildar liðs Fram út keppnistímabilið 2020.

Aron Kári hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímabilið 2022. Þá hefur Aron Kári verið lánaður til Fram þar sem hann mun leika í sumar til þess að öðlast meiri leikreynslu.

Aron Kári er fæddur árið 1999 og verður því 21 árs gamall á þessu ári. Hann er miðvörður sem einnig getur leyst stöðu djúps miðjumanns. Hann kemur því með aukna breidd í varnarleik Framara.

Síðasta sumar spilaði Aron Kári 4 leiki með HK. Árið 2018 lék hann 4 leiki með ÍR og 8 leiki með Keflavík á láni frá Breðabliki.

Aron Kári hefur spilað 11 mótsleiki með Blikum og hann á að baki 15 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Við hlökkum til að fylgjast með Aroni Kára halda áfram á braut framfara með Fram í sumar.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka