BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron Kári lánaður í HK

27.03.2019

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi Aron Kári Aðalsteinsson hefur verið lánaður til nágranna okkar í HK. Aron Kári verður tvítugur í sumar og hefur spilað 11 leiki með meistaraflokki Breiðabliks.

Síðasta sumar spilaði hann bæði með ÍR og Keflavík að láni og stóð sig mjög vel með báðum liðum. Aron Kári á að baki 19 leiki með yngri landsliðum Íslands. Aron stefnir á háskólanám í Bandaríkjunum í haust og mun því ekki klára tímabilið með HK.

Við hlökkum til að fylgjast með Aroni Kára halda áfram á braut framfara

Mynd: HVH

Til baka