BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron Bjarnason til Ungverjalands

03.07.2019

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samþykkt tilboð ungverska úrvalsdeildarfélagsins Újpest í Aron Bjarnason. Aron mun á næstu dögum skoða aðstæður hjá félaginu og ef samningar nást mun hann ganga til liðs við Újpest síðar í þessum mánuði.

Ujpes er eitt af sterkustu liðum í ungversku deildinni og hefur tuttugustu sinnum orðið meistari í heimalandi sínu. Þar að auki hefur liðið náð athyglisverðum árangri í Evrópukeppninni. Það náði til dæmis í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa árið 1973 og var þar slegið út af Bayern Munchen.


 

Til baka