BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnþór Ari skrifar undir nýjan 3 ára samning

25.11.2017
Þær gleðifregnir voru að berast að leikmaðurinn knái Arnþór Ari Atlason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.
 
Arnþór Ari sem er 24 ára gamall á að baki 104 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað í þeim 23 mörk.
 
Arnþór Ari er alinn upp í Laugardalnum en kom til okkar Blika árið 2015 og hefur verið fastamaður í liðinu síðan. 
 
Hann á að baki tvo U-19 ára landsleik og einn U-21 árs landsleik. 
 
Arnþór Ari er hörkuduglegur og fljótur leikmaður sem  yfirleitt leikur á kantinum eða í framlínunni.
 
En í síðasta leiknum í Pepsí-deildinni í haust sýndi hann á sér nýja hlið. Hann fór í hægri bakvörðinn og spilaði eins og engill. Skoraði sigurmarkið í 1:0 sigri gegn FH sem sýnir hve fjölhæfur leikmaður hann er.
 
Allir Blikar fagna þessum nýja samningi og hlakka til að sjá Arnþór Ara í baráttunni næstu misserin.
 
-AP

Til baka