BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnþór Ari með 3 ára samning

11.02.2016

Knattspyrnumaðurinn snjalli Arnþór Ari Atlason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Arnþór Ari, sem er 23 ára gamall miðju- og sóknarmaður, er uppalinn í Þrótti en kom til okkar Blika haustið 2014.

Arnþór Ari átti fínt tímabil með okkur Blikum í fyrra og lék 21 leik í Pepsí-deildinni og skoraði 4 mörk. Arnþór Ari á að baki 3 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Blikar.is fagna þessum samningi enda hefur leikmaðurinn alla burði til að verða lykilmaður í Blikaliðinu næstu árin.

Til baka