BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnþór Ari Atlason gerir 3ja ára samning við Breiðablik

01.11.2014

Arnþór Ari Atlason gerir 3ja ára samning við Breiðablik, Arnþór sem er 21 árs miðjumaður kemur frá Fram en er uppalinn hjá Þrótti Rvk.

Hann á að baki um 70 leiki með Þrótti í deild og bikar en gekk í raðir Fram á síðustu leiktíð þar sem hann lék 20 leiki í Pepsí deildinni og skoraði í þeim 3 mörk. Hann hefur auk þess leikið tvo leiki með U19 ára landsliði Ísland og einn leik með U21 árs landsliðinu.

Breiðablik bindur miklar vonir við komu Arnþórs Ara til félagsins og býður hann hjartanlega velkominn.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka