BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnór Sveinn lánaður til Hönefoss

18.08.2011

Ágætu Blikar, knattspyrnudeild Breiðabliks náði nú í morgun samkomulagi við norska félagið Hönefoss um lán á Arnóri Sveini Aðalsteinssyni til áramóta.

Knattspyrnudeildin harmar að geta ekki orðið fyrst til að flytja fréttir af atburðinum en sá sér ekki fært að tilkynna um félagaskiptin fyrr en öll atriði voru frágengin.

Arnór Sveinn hefur lengi stefnt á atvinnumennsku og stóð það til boða nú.

Knattspyrnudeild Breiðabliks samþykkti lán á leikmanninum eftir að Hönefoss gekk að skilmálum deildarinnar.

Arnóri er óskað góðs gengis í Noregi og þakkað fyrir gott framlag til félagsins á undanförnum árum.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka