BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnór Sveinn gerir 3ja ára samning við Breiðablik

13.01.2014

Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur gert 3ja ára samnning við Breiðablik.

Arnór Sveinn, sem verður 28 ára gamall í lok mánaðarins, er uppalinn Bliki og á að baki fjölmarga leiki fyrir Breiðablik og var t.a.m lykilleikmaður liðsins árið 2009 og 2010 þegar liðið var íslands- og bikarmeistari.

Þá hefur hann leikið 12 A landsleiki og 9 U21 árs leiki fyrir íslands hönd.

Síðustu árin eða frá 2011 hefur Arnór Sveinn leikið fyrir Hönefoss í Noregi.

Knattspyrnudeild Breiðabliks lýsir mikilli ánægju sinni með að vera búinn að endurheimta Arnór Svein aftur í Blikabúninginn og væntir mikils af honum næstu þrjú árin hið minnsta.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka