BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnór Gauti Ragnarsson gerir 3ja ára samning við Breiðablik

12.12.2014

Arnór Gauti sem er 17 ára gamall leikur í stöðu framherja og er á mið árinu í 2. flokk karla.

Hann kom frá Aftureldingu síðastliðinn vetur og var m.a. í leikmannahópi Breiðabliks í lokaumferðinni í Pepsí deildinni í sumar.

Þá hefur hann vakið áhuga erlendra liða og fór m.a. í haust á reynslu til Reading og Brighton á Englandi.

Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar Arnóri til hamingju með sinn fyrsta samning og væntir mikils af honum í framtíðinni.

Til baka