BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnór Gauti lánaður í Selfoss

02.03.2016

Sóknarmaðurinn ungi og efnilegi Arnór Gauti Ragnarsson hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Selfoss. Arnór sem lék nokkra leiki með Blikaliðinu í fyrra er 19 ára gamall og skoraði meðal annars gegn KFG í bikarnum.

Arnór Gauti er uppalinn í Mosfellsbænum en kom til okkar Blika árið 2013. Hann er harðskeyttur senter með góða skallatækni. Það verður gaman að sjá hvernig Arnór Gauti plummar sig á Suðurlandi.

Blikar.is senda honum baráttukveðjur fyrir sumarið!

-AP

Til baka