BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnór Gauti aftur til Blika!

29.12.2017

Framherjinn duglegi Arnór Gauti Ragnarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Blika á nýjan leik. Hann skipti yfir í ÍBV síðasta sumar og lék þar 24 leiki í deild og bikar og skoraði 5 mörk.

Arnór Gauti sem er tvítugur að aldri gekk til liðs við Blika árið 2013 frá Aftureldingu og  hefur spilað 51 leik í deild og bikar með Blikum, Selfossi (á láni 2016) og svo ÍBV síðasta sumar.

Arnór Gauti hefur einnig átt fast sæti í U-21 árs landsliði Íslands að undanförnu og hefur leikið 5 leiki með liðinu og skorað tvö mörk.

Blikar fagna endurkomu Arnórs Gauta í græna búninginn og hlakka til að sjá hann berjast fyrir sæti í Blikaliðinu á komandi leiktíð.

Til baka