BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árni Vill til Blika!

13.07.2016
Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast á Árni Vilhjálmsson hefur verið lánaður frá Lilleström í Noregi til Blika. Árni verður löglegur 15. júlí og nær því leiknum gegn Fjölni sunnudaginn 17. júlí. Lánssamningurinn gildir út þessa leiktíð.
 
Það þarf vart að taka það fram hve góð tíðindi þetta eru fyrir Blikaliðið. Okkur hefur gengið illa að skora að undanförnu en Árni ætti að bæta heldur betur við vopnabúrið fram á við. Árni fór til Lilleström í janúar í fyrra en hefur ekki átt fast sæti í norska liðinu. 
 
Árni er fæddur árið 1994 og verður því 22 ára á þessu ári. Árni var markahæsti leikmaður Blikaliðsins árið 2014 þegar hann setti 10 mörk í 20 leikjum. Árni hefur einnig spilað fjölmarga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim nokkur mörk.
 
Blikar.is fagnar þessum tíðindum og býður Árna velkominn heim i Kópavoginn.
 
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
 
Útvarpsviðtal við Árna 
 
-AP

Til baka