BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árni Vill á reynslu til Rosenborgar

21.02.2014

Blikinn efnilegi Árni Vilhjálmsson er á leið til reynslu til norska úrvalsdeildarliðsins Rósenborgar í Þrándheimi. Norska liðið hefur fylgst með Árna í nokkurn og hefur nú knattspyrnudeild Breiðabliks heimilað Árna að fara út til æfinga með Norðmönnunum. 

Árni sem er að vera tvítugur í maímánuði hefur spilað 80 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 30 mörk. Hann á marga leiki með öllum yngri landsliðum Íslands og var kosinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks á síðasta keppnistímabili. Í fyrra skoraði Árni níu mörk í Úrvalsdeildinni með Blikaliðinu. 

Blikaklúbburinn fagnar þessum áfanga og sendir Árna baráttukveðjur fyrir dvölina með Rósenborg.

Árni fer til móts við Rósenborgarliðið til Spánar en liðið mun æfa þar næstu daga eins og fjöldamörg önnur norsk lið á þessum árstíma.

Blikaklúbburinn fagnar þessum áfanga og sendir Árna baráttukveðjur fyrir dvölina með Rósenborg.

Til baka