BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árni Vilhjálmsson framlengir samning sinn við Breiðablik

20.12.2013

Knattspyrnudeild Breiðabliks er afar ánægð með að hafa komist að samkomulagi við Árna Vihjálmsson um að framlengja samning hans til 2016.

Árni er fæddur 1994 og hefur undanfarin tvö keppnistímabil spilað lykilhlutverk í meistaraflokknum.

Árni hefur spilað 73 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 26 mörk, en hann var markahæsti leikmaður liðsins í sumar og skoraði þá 9 mörk í Pepsídeildinni.

Frammistaða hans hefur vakið athygli erlendra liða og fór hann m.a. til pólska félagsins Legia Varsjá fyrr í haust til reynslu.

Árni er margreyndur unglingalandsliðsmaður. Þar hefur hann spilað 10 landsleiki með U17, 10 landsleiki með U19 og tvo landsleiki með U21. Hann hefur skorað 8 mörk í landsleikjunum, öll með U19 ára landsliðinu.

Undirskrift Árna er frábær jólagjöf fyrir alla Blika og félagið gerir miklar væntingar til hans í framtíðinni.

Til baka