Arnar Sveinn til Blika
24.04.2019Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Breiðablik hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins Arnars Sveins Geirssonar. Hann hefur undanfarin ár leikið með Valsmönnum en lék um tíma með Fram og Víkingum í Ólafsvík.
Arnar Sveinn er 27 ára gamall og á að baki 165 leiki með meistaraflokki og hefur skorað 13 mörk. Hann hefur einnig leikið 17 leiki með yngri landsliðum Íslands. Arnar Sveinn hefur verið mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliði Vals undanfarin og kemur til með að styrkja liðið okkar umtalsvert.
Arnar Sveinn gerir tveggja ára samning við félagið. Við bjóðum Arnar Svein hjartanlega velkominn til Breiðabliks.