BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnar Númi lánaður í Gróttu

28.02.2023 image

Arnar Númi Gíslason hefur verið lánaður úr Breiðabliki í Gróttu fyrir komandi tímabil. Arnar Númi er 19 ára vinstri bakvörður sem kom frá Haukum í Breiðablik árið 2021. Síðastliðið sumar var Arnar Númi á láni hjá Fjölni.

Blikar binda vonir við að Arnar Númi muni halda áfram að bæta leik sinn hjá Gróttu í Lengjudeildinni og öðlist reynslu sem muni koma honum og Blikum að notum á næstu misserum.

Gangi þér vel Arnar Númi!

Til baka