BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnar Már og Sindri Snær leita á nýjar slóðir

05.11.2013

Tveir af okkar ágætu leikmönnum, Arnar Már Björgvinsson og Sindri Snær Magnússon, hafa ákveðið að leita á nýjar slóðir fyrir næsta tímabil. Sindri Snær hefur þegar gengið frá félagaskiptum yfir í Keflavík en ekki er ljóst hvar Arnar Már mun spila næsta sumar.

Við Blikar þökkum þeim fyrir góða viðkynningu og þeirra framlag til félagsins og óskum þeim velfarnaðar á nýjum slóðum.

Álftnesingurinn Arnar Már kom til okkar árið 2011 frá Stjörnunni. Hann hefur átt við töluverð meiðsli að stríða og því ekki alveg náð sér á strik hjá okkur. Hann spilaði samt 51 leik með okkur og skoraði í þeim 12 mörk.

Sindri Snær skipti úr ÍR fyrir síðasta tímabil. Hann spilaði töluvert á undirbúningstímabilinu en var að lokum lánaður í Selfoss þar sem hann stóð sig með prýði.

Við Blikar kveðjum góða félaga og óskum þeim gæfu og gengis nema þegar þeir spila á móti okkur J

Áfram Breiðablik !

Til baka