BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Anton Logi skrifar undir nýjan samning

23.12.2020 image

Anton Logi Lúðvíksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Miðjumaðurinn öflugi kom meiddur heim frá Ítalíu um mitt síðasta sumar en hann var á láni hjá Seríu A liðinu SPAL frá janúar og fram í júlí. Anton var vaxandi þegar leið á haustið og lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni undir lok tímabils.

Anton Logi er fæddur árið 2003 og hefur þegar leikið 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

„Anton Logi er einn af okkar efnilegustu leikmönnum sem við bindum miklar vonir við, segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari“

Við fögnum því að þessi ungi og öflugi leikmaður sé búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og hlökkum til að sjá hann á vellinum.

image

Anton Logi og Óskar Harfn Þorvaldsson þjálfari stilla sér upp eftir undirskrift samningsins.

Til baka