BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Anton Logi skrifar undir

13.03.2022 image

Anton Logi Lúðvíksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Anton Logi heldur upp á 19 ára afmæli sitt í dag og óskum við honum til hamingju með daginn.

Þessi öflugi miðjumaður lék sinn fyrsta leik í efstu deild með Breiðablik árið 2020 og hefur alls leikið 10 leiki með meistaraflokki Breiðabliks.

Hann var á láni hjá Aftureldingu í Lengjudeildinni seinni hluta síðasta keppnistímabils þar sem hann var í lykilhlutverki og vakti athygli fyrir góða frammistöðu. Anton missti ekki úr leik frá því að hann kom til Aftureldingar og lék alls 14 leiki með félaginu.

Anton á að baki 14 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd

Við fögnum því að Anton sé búinn að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik og hlökkum til að sjá hann á vellinum í sumar.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka