BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Anton Ari með nýjan 3 ára samning

25.03.2022 image

Markvörðurinn snjalli, Anton Ari Einarsson, hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Anton Ari sem er 27 ára gamall er uppalinn í Mosfellsbænum en kom til okkar árið 2020 frá Val.

Á þeim tíma hefur hann leikið 73 leiki fyrir meistaraflokk. Anton Ari á að baki tvo A landsleiki fyrir Íslands hönd.

Við fögnum því að Anton sé búinn að skrifa undir nýjan samning og hlökkum til að sjá hann á vellinum í sumar.

Til baka