BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andri Rafn til náms á Ítalíu

18.09.2019

Andri Rafn Yeoman mun í vetur stunda nám í Róm á Ítalíu og mun því missa af tveimur síðustu leikjum Breiðabliks í Pepsi Max deildinni.

Við óskum Andra Rafni góðs gengis í náminu og hlökkum til að sjá hann aftur á vellinum næsta sumar.

Andri Rafn er leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi með 331 mótsleik og 19 skoruð mörk. Nánar um feril Andra.

Andri Rafn í leiknum gegn Stjörnunni fyrr í vikunni. Mynd: HVH

Til baka