BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andri Rafn skrifar undir nýjan samning

29.05.2022 image

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2023.

Andri Rafn er leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks með 384 leiki og hefur skorað í þeim 21 mark.

Hann lék sína fyrstu keppnisleiki í meistaraflokkir árið 2009 og hefur orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik.

Við fögnum því að Andri Rafn verði áfram hjá okkur enda afar mikilvægur hlekkur í Blikafjölskyldunni.

image

Til baka