BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andri Rafn með nýjan 3 ára samning

02.05.2015

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Andri Rafn Yeoman hafi skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þrátt fyrir að vera einungis nýrorðinn 23 ára gamall er Andri Rafn orðinn einn leikreyndasti maður líðsins. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2009 og hefur í allt spilað 175 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 8 mörk. 

Andri Rafn á einnig 23 landsleiki að baki með öllum yngri landsliðum Íslands. Hann er geysilega vinnusamur miðjumaður og flestir knattspyrnuspekingar telja að Andri Rafn eigi enn eftir að geta bætt sig mikið sem leikmaður. Það eru því mjög góð tíðindi fyrir Blika að við fáum að njóta krafta hans næstu tímabil. Þó er vitað ýmis erlend lið hafa verið að fylgjast með honum og hver veit nema að hann verði næsti atvinnumaður okkar Blika.

Til baka