BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andri Rafn gerir nýjan þriggja ára samning

08.08.2017

Miðjumaðurinn snjalli Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Andri Rafn, sem er 25 ára gamall, er leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í núverandi leikmannahópi.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar spilað 263 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 14 mörk. Hann á einnig að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Þetta eru að sjálfsögðu mjög ánægjuleg tíðindi fyrir alla Blika enda er Andri Rafn lykilmaður í Blikaliðinu og þar að auki drengur góður!

Við hlökkum til að sjá Andra Rafn Yeoman leika listir sínar fyrir okkur á komandi árum!

Til baka