BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andri Fannar skrifar undir samning við Breiðablik

28.03.2018

Miðjumaðurinn efnilegi Andri Fannar Baldursson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik.

Andri Fannar er fæddur árið 2002 og er uppalinn Bliki. Hann er fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur þar verið að spila ári upp fyrir sig.

Hann hefur þegar spilað 7 landsleiki fyrir U17.

Frá áramótum hefur Andri verið að æfa með meistaraflokki Breiðabliks og staðið sig vel.

Við óskum Blikum og Andra Fannari innilega til hamingju með samninginn og hlökkum til að sjá þennan efnilega knattspyrnumann halda áfram að bæta sig á næstu árum.

Til baka