BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alfreð Finnbogason til Lokeren

03.11.2010

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur náð samkomulagi við úrvalsdeildarliðið Sporting Lokeren Oost-Alaanderen í Belgíu um sölu á leikmanninum Alfreði Finnbogasyni. Mun leikmaðurinn fara í hið venjubundna ferli hjá Lokeren, það er að segja læknisskoðun og samningaferli.

Samningar verða undirritaðir við Lokeren um leið og þessir þættir liggja fyrir. Lokeren þekkir vel til íslenskra leikmanna og má til dæmis nefna að Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson spiluðu fyrir félagið.

Blikaklúbburinn óskar Alfreði til hamingju með þennan áfanga.  Við erum sannfærð að Alfreð á eftir að standa sig vel í Belgíu.

Einnig viljum óska öllum Blikum til hamingju með þessa sölu enda er þetta enn ein staðfesting á því að rétt hefur verið staðið að málum hjá knattspyrnudeild Breiðabliks á undanförnu árum.
 

Til baka