BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alfons Sampsted til Blika

30.07.2019

Breiðablik og Norrköping hafa náð samkomulag um að Alfons Sampsted komi á lán til Breiðabliks og spili í Pepsi Max deildinni út tímabilið.

Alfons sem er 21 árs gamall er alinn upp hjá okkur en fór til Svíþjóðar árið 2017.

Að láni loknu mun Alfons aftur fara til Norrköping þar sem hann er samningsbundin út árið 2020. Hann lék fyrir Landskróna á láni í sænsku Superettunni í fyrra og stóð sig gríðarlega vel áður en hann fór aftur til Norrköping.

Alfons hefur leikið 27 leiki með meistaraflokki Blika og skorað eitt mark. Næsti leikur Alfons með Blikaliðinu verður gegn KA-mönnum á Kópavogsvelli 7. ágúst n.k.

Alfons á 46 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands og mun án efa styrkja öflugan leikmannahóp Breiðabliks sem er í toppbaráttu bæði í Mjólkurbikarkeppni KSÍ og Pepsi Max deildinni.

Við bjóðum Alfons velkominn aftur í Kópavoginn í sumar!

  

Til baka