BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alfons Sampsted gerir þriggja ára samning við Blika

18.12.2014

Alfons Sampsted hefur skrifað undir 3ja ára samning við Breiðablik.

Alfons er 16 ára bakvörður sem hefur spilað með Blikum upp yngri flokkana. Hann er hraður og duglegur leikmaður sem hefur nýverið spilað sína fyrstu leiki með meistaraflokki og staðið sig vel. Alfons hefur einnig spilað 10 leiki fyrir U17 ára landslið Íslands. 

Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar Alfons til hamingju með fyrsta samninginn og væntir mikils af honum í framtíðinni.  

Til baka