BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alfons lánður í Þór

28.07.2015
Varnarmaðurinn ungi Alfons Sampsted hefur verið lánaður í Þór Akureyri. Alfons sem er fæddur árið 1998 er geysilega snöggur og áræðinn bakvörður. Hann hefur leikið 2 leiki með meistaraflokknum en á enn eftir að spila í Úrvalsdeildinni. Alfons hefur leikið 12 leiki með U-17 ára landsliði Íslands.
 
Lánssamningur Alfons gildir út þessa leiktíð. Þetta er hluti af stefnu knattspyrnudeildar Breiðabliks að lána unga og efnilega leikmenn til annarra liða þannig að þeir fái meiri spilatima í meistaraflokki. Við sendum Alfonsi baráttukveðjur norður og vonum að hann eigi eftir að standa sig í baráttunni í 1. deildinni.

Til baka