BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alfons í prufu hjá Freiburg

14.01.2016

Varnarmaðurinn ungi og efnilegi, Alfons Sampsted, fer í dag sunnudag í prufu hjá þýska 1. deildarfélaginu Freiborg. Liðið er eitt af þekktari liðum Þýskalands og hefur  spilað í efstu deild í Þýskalandi undanfarin ár. Það féll hins vegar úr Bundesligunni á síðasta tímabili. Alfons sem er 17 ára gamall hefur leikið 2 leiki með Blikaliðinu. Hann var hins vegar lánaður í Þór á Akureyri síðasta sumar og stóð sig vel í 1. deildinni.

Alfons hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og hefur meðal annars spilað 15 leiki með U-17 ára landsliði Íslands og 2 með U-19 ára liði Íslands.

Frægasti leikmaður Freiburg frá upphafi er Joachim Löw, núverandi landsliðsþjálfari Þýskalands. En meðal annara leikmaður er Papiss Cissé sem var seldur frá félaginu fyrir metfé til Newcastle United árið 2012 fyrir 12 milljónir evra.

Alfons mun dvelja hjá félaginu í ellefu daga og æfa bæði með unglinga- og aðalliði félagsins. Blikar senda Alfonsi baráttukveðjur og vona að Þýskalandsdvölin verði ánægjuleg.

Til baka